Veröld Fjördísar

þriðjudagur, maí 18, 2004

Ég hef eiginlega ekki einbeitingu til að blogga núna, er að horfa á sjónvarpið í leiðinni á mjög svo áhugaverða heimildarmynd sem heitir "Seeing is Believing: Handicams, Human Rights and the News" og fjallar um hvernig fólk um allan heiminn er nota litlar upptökuvélar til að skrásetja atburði í kringum sig, sérstaklega í ættbálkaerjum, þjóðarmorðum, og svo framvegis. Mjög athyglisvert. Reyndar er hún er enda og önnur heimildarmynd að byrja sem heitir "Whole" og fjallar um venjulegt fólk sem þráir ekkert heitir en að láta fjarlægja útlim af sér til að finnast það "heilt" og láta sér liða betur um sjálft sig. Ok þetta er bara furðulegt... er að horfa á þetta núna og sumt fólk er bara afskaplegt skýtið! Þessi maður sem býr í Liverpool var vanur að binda upp á sér löppina til að nota hana ekki, en fékk "body correction" fyrir nokkrum árum og hefur núna bara aðra löppina! Jájá...

Af hverju er Pinkie að urra? Ég verð alltaf svolítið uggandi þegar hún gerir þetta - væntanlega bara dádýr í garðinum eða eitthvað... vonandi ekkert stærra!
Ég er búin að drepa nokkrar litlar köngulær undanfarna daga, og lánaði skóinn minn til að drepa sporðdreka! Svo hugrökk ;) 3 sporðdrekar drepnir hér á 2 dögum, ég er hræddari við þá en köngulær því þær eru hættulegri. Fleh þvílíkt dýraríki sem ég lifi í!

Ekkert sérstakt um helgina, Grandma Stoner (Phyllis) bauð okkur út að borða í gær í tilefni afmælis hennar - mjög indælt allt saman. Áfram Outback Steakhouse! Já og áfram Liverpool, til lukku með 4 sætið! Úff hvað ég hlakka til að sjá Shrek 2, líst vel á previews fyrir hana! Bla bla bla, er að lesa Kurt Vonnegut núna, aðra bókina mína eftir hann á nokkrum vikum - hafði ekki uppgötvað hann áður! Final Fantasy er best í heimi! Hef ekkert meira að segja.... bless bless.