Veröld Fjördísar

mánudagur, febrúar 23, 2004

Best að blogga nokkur orð núna, þau síðustu á Íslandi í einhvern tíma. Ég er að byrja að pakka og mun halda til Georgia seinna í dag. Þetta er búið að vera ofsalega fínn tími á Íslandi núna en það er tími til kominn að komast nær AFI tónleikunum sem ég er að fara á á föstudaginn, hlakka ferlega til!

Núna hef ég alveg helling til að skrifa um en nenni því bara ekki núna. Yfirlit frétta kemur samt hér:
Herdís er hætt í norska skólanum sínum og ætlar að koma heim núna á miðvikudaginn!
Ég og Þórdís heldum sameignilega upp á 25 ára afmælin okkar á Hverfiz núna sl laugardag, takk fyrir mig og ástarþakkir fyrir að koma og gleðjast með okkur!
Takk fyrir matreiðslubókina og Eurovision bókina Hafdís! Íslendingar eru svo drífandi og duglegir og framtakssamir.

Jæja best að fara að pakka áfram, þetta er ekkert lítið dót sem maður er að taka með sér, sérstaklega tekur sængin mikið pláss en ég neita að skilja hana eftir, það er bara ekki hægt að notast við lak alltaf.
Frétti að vorið sé að koma til Georgíu, fuglarnir séu farnir að kvaka og sólin að brjótast fram úr skýjunum, allri bíða í ofvæni eftir The Return of the Fjördís til gleðibæjarnins Carrollton. Reyndar er Senoia alveg klukkutíma frá Carrollton og fólk það skilur ekkert í mér og vill fá mig "heim" til Carrollton aftur, ég bara yfirgef þau! En ég meina, ég á eftir að koma í heimsókn og svona, international party og fleiri stórviðburði. Svo býr nátturulega Anisa þar svo ég hef ærna ástæðu til að kíkja við. Svo er aldrei að vita nema fleiri íslendingar bætist við þarna..... að þjálfa til dæmis fótbolta eða eitthvað ;)

Back to packing - sjáumst!