Veröld Fjördísar

laugardagur, október 01, 2005

Það er gott að kenna fólki að stela af netinu. Maður verður eitthvað svo mjúkur inni í sér og sáttur. Ætla ekki að segja að einhverri innri þörf sé fullnægt, það er bara svo nauðsynlegt að fá sér góða tónlist áður en hún kemur út. Sleppur við að leita að henni á Íslandi (hef ekki fundið mína tónlist hér hingað til) og borga fyrir hana. Ég styð tónlistarmenn á annan hátt, minn hátt. Hef ekkert samviskubit. Dreifi boðskapnum af gleði og einlægni. Ég er eiginlega svona bara nútíma Jesús ef þið hugsið út í það...

(ok þetta var náttúrulega grín, þetta síðasta, ekki þetta með að ræna af netinu)