Veröld Fjördísar

þriðjudagur, september 27, 2005

Þegar ég fer í sturtu þá á ég það til að syngja eða raula eitthvað fyrir munni mér. Af einhverjum ástæðum eru það samt alltaf sömu þrjú lögin sem ég syng. Alltaf. Ég hef engar eðlilega skýringar á þessu fyrirbæri, þetta bara gerist hjá mér. Ég hef svosem reynt að syngja eitthvað annað en annað hvort kann ég ekki allann textann eða þá misþyrmi háu tónunum svo svakalega að ég gefst bara upp, enda er ég vitavonlaus söngvari.

Ég er að fara í sturtu núna og ætla að gera aðra tilraun. Beinlínis neyða mig til að syngja eitthvað nýtt núna!

Í öðrum fréttum: Stórir pönktónleikar í TÞM í kvöld. Gott stöff.