Veröld Fjördísar

þriðjudagur, september 20, 2005

Oh hvað sum "börnin mín" hérna geta verið yndisleg stundum... Eitt uppáhaldið mitt hann Svenni (já ég geri upp á milli barna só sú mí) kom hlaupandi til mín í gær og dró mig inn í kennslustofuna sína þar sem hann náði í litla gjöf handa mér. "Er þetta ekki fótboltaliðið þitt", spyrði hann hrókugur og otaði framan í mig tveimur Athletic Bilbao límmiðum. Get svo svarið það mér vöknaði næstum um augum! Svo þegar hann kom til okkar seinna um daginn þá teiknuðum við Bilbao liðið og ég lofaði honum að hugsa um að styðja Fylki næsta tímabil fyrst Fram mitt er fallið.
Eins og þau eru eins og óargadýr stundum eru svona augnablik alveg hreint frábær. Og ég sem þoli ekki börn, hah!