Veröld Fjördísar

fimmtudagur, janúar 27, 2005

Byrjaði morguninn alveg eldsnemma á með að fara með Ritchie út á lestarstöð. Tókum strætó þangað kl. 5 í morgun og viti menn, strætó bara fullur af fólki! Held ekki einu sinni að hann byrji að ganga svona snemma á Ísland, er það? Líka fullt af fólki að bíða eftir rútunni sem fer milli Uppsala og Arlanda flugvallar og gengur á 10 mín. fresti. Elska almenniningssamgöngur sem eru skilvirkar!

Var að tala við Magga hinum megin við sundið. Rúnar og Geiri eru komnir til hans og G að fara að leggja í keyrsluna til mín. Hann ákvað að taka bara bílaleigubíl og aka hingað sjálfur! Hlakka til að sjá hann í kvöld - vona að ferðin gangi hratt fyrir sig því það er bekkjarsamkoma í kvöld til að kveðja Aydin sem er að fara til Parísar í 2 mánuði í starfsþjálfun hjá Evrópusambandinu. Ætla að fá myndavélina hans G lánaða í kvöld og smella af nokkrum myndum, líka af kjallaranum mínum svo fólk sjá loksins hvar ég bý :)

Nýr kúrs byrjaður hjá mér sem verður fram í enda mars. Hann heitir "International Negotiations" og er semsagt um samningaviðræður og þess háttar. Búin að fara í einn fyrirlestur og er svakalega ánægð. Kennarinn,, Cecelia Albin, hefur gríðarlega reynslu og tekið sjálf þátt í mörgum viðræðum, þar á meðal milli Ísrael og Palestínu ofl. Þetta er semsagt þriðji og síðasti kúrsinn sem ég fer í - eftir hann er bara ritgerð!

Best af fara að ryksuga og búa um og þrífa baðið og allt það sem maður gerir áður en það koma gestir.