Veröld Fjördísar

þriðjudagur, júní 03, 2003

Ég lofaði Maggi víst að blogga í gær, en gat það ekki - vona ekki að það komi ekki að sök þó þetta komi einum degi of seint! Málavextir voru nefnilega þeir, að Maggi var að bora þumalputtanum sínum inn í upphandlegginn á mér, með þeim afleiðingum að mér er enn illt þar, og hann heimtaði að ég myndi blogga um þessar misþyrmingar hérna... Gjörðu svo vel Magnús minn - nú vita allir hversu mikill hrotti þú ert... *segir Hjördís og nuddar á sér auman handlegginn, sem er ENNÞÁ aumur frá því á laugardaginn...*

Allavega, veit ég hef slegið slöku við hérna....
Á laugardaginn fór ég á söngleikinn Sól og Mána, með Guggu systir og Þórdísi. Fannst hann alveg fínn - gaman að þekkja mörg laganna sem notuð voru. Eftir það, fór ég til Péturs, en hann hafði boðið okkur í matarboð. Ég auðvitað mætti seint, algjör dóni, en liðið var enn þarna í góðu fjöri!
Á sunnudaginn var Formúli pakki tekinn - og hver annar en minn maður Montoya sigraði! Húrra... loksins....

Hún Ragna Laufey min lenti heldur betur í hremmingum á laugardaginn. Hún var í mestu makindum að aka Reykjanesbrautina þegar jeppinn sem hún var að keyra valt nokkrar veltur! Hún bara skreið út um gluggann og ekkert amar að henni líkamlega! Algjör hetja.. Vegagerðin býr til hetjur úr smæsta fólki.... Frá Suðurnesjafréttum: "Um kl.14.00 í dag valt lítill jeppi einnig á Reykjanesbrautinni skammt frá Vogum. Bílstjórinn var þar líka einn á ferð og var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar en að sögn lögreglu á slysstað er hann ekki talinn mikið slasaður." Maður fær náttúrulega ekkert lítinn sting í hjartað að heyra svona, en gott að það er í lagi með þig Ragna mín! Hér er annars fréttin með myndum og allt! Að þú skulir vera svo gott sem ómeidd...

Jæja, ætla í háttinn...