Veröld Fjördísar

mánudagur, október 10, 2005

Læknastéttin sagði að í gær hefði ég átt að verða móðursystir. Svo varð ekki. Því bíð ég enn. Guðrúnu finnst þetta samt örugglega ágætt þar sem það er verið að setja upp eldhúsinnréttinguna hennar núna og betra kannski að hafa hana og vask og svona áður en litli snúðurinn kemur.

Ég er ekki frá því að þessar sex myndir sem við Herdís sáum á Kvikmyndahátíð hafi bara verið 3000 kr virði! Við allavega nutum þess að fara og njóta menningarinnar svona einu sinni :) Svo er önnur október filmfest að hefjast, nóg að gera!

mig langar til útlandsins...