Veröld Fjördísar

mánudagur, september 18, 2006

Til sölu:
Lítið notað og vel með farið skrapp dót.
a.v.á.

Ég meina það. Ég er núna búin að puða í tvö heil kvöld yfir þessari skrapp síðu sem ég er að gera fyrir Þórdísi og þessu er nú lokið. Afraksturinn er eins og ofvirkt barn hafi komist í skæri og lím og ákveðið að föndra smá fínt.... Ég er hræðileg með svona dúllerí - það verður sko ekkert föndur í mínu gæsapartýi, heyrir þú það Þórdís! Og hananú.

Annars er það helst að frétta að við Herdís sáum 9 myndir á kvikmyndahátið og þær ullu okkar allar meira eða minna vonbrigðum. Fyrir utan tæknilegu hliðina sem var algjört flopp í hvert einasta sinn. Ég á helst eftir að minnast hennar fyrir að ná að smygla fullt af kvöldmat inn í bíó, og svo rónanna á Núðluhúsinu sem við sáum hent út - og ein úr eldhúsinu ekki rög með berefli hlaupandi á eftir þar til karlinn rak hana aftur inn í eldhús. Fjör.