Ég er búin að fá vinnu. Sem er gott að sumu leiti en ekki svo gott að öðru. Og þá aðallega í ferðaplönum okkur Herdísar. Ferðin okkar í gegnum Mið Asíu er komið í stórhættu vegna þess að jú, maður þarf víst að vinna fyrir ferðinni :( Ég er búin að tala við vinkonu mína í Kyrgistan (mér finnst töff að eiga vinkonu frá landi sem ég vissi ekki að væri til fyrr en fyrir 2 árum síðan) og hún segist jafnvel geta farið með okkur til Kazakstan, en það væri þá bara auka. Þetta á allt saman eftir að koma í ljós bara, vonandi sem fyrst!
Ég hef ekkert kafað núna í mánuð held ég - soldið svekkt yfir því að geta ekki klárað námskeiðið svo ég geti farið í ferðir hér innanlands.
Ég er byrjuð á Draumalandinu hans Andra Snæs, hef ekki verið svona spennt yfir bók síðan fyrstu Terry Prachett bókinni minni! Og þá á ég ekki við svona spennt að vita hvernig endar spennt, heldur spennt yfir því að lesa meira því þetta er svo frábærlega skrifað!
Fótboltinn í dag var góður, Ástralir eru komnir í favorites hjá mér núna. Klukkan er þrjú og ég er enn ekki farin að sofa - byrja ekki í vinnunni fyrr en á fimmtudag því yfirmaður minn er hjátrúarfullur.
Í síðustu viku hlaut Ártúnsskóli Menntaverðlaunin 2006. Þar sem ég er bæði fyrrverandi nemandi og starfsmaður var ég einstaklega stolt af því að sjá Ellert taka við verðlaununum og standa sig svo vel í Kastljósinu á eftir. Á fimmtudaginn var okkur boðið í mat á Grand Hótel - ég og skólastjórinn fórum á trúnó og hann gat ekki hætt að tala um hvað ég hefði verið frábær nemandi og bauð mér síðan stöðu aftur við skólann næsta haust. Ég lofaði að hugsa málið og veit enn ekki hvað ég á að gera... Tillögur óskast!
Ég hef ekkert kafað núna í mánuð held ég - soldið svekkt yfir því að geta ekki klárað námskeiðið svo ég geti farið í ferðir hér innanlands.
Ég er byrjuð á Draumalandinu hans Andra Snæs, hef ekki verið svona spennt yfir bók síðan fyrstu Terry Prachett bókinni minni! Og þá á ég ekki við svona spennt að vita hvernig endar spennt, heldur spennt yfir því að lesa meira því þetta er svo frábærlega skrifað!
Fótboltinn í dag var góður, Ástralir eru komnir í favorites hjá mér núna. Klukkan er þrjú og ég er enn ekki farin að sofa - byrja ekki í vinnunni fyrr en á fimmtudag því yfirmaður minn er hjátrúarfullur.
Í síðustu viku hlaut Ártúnsskóli Menntaverðlaunin 2006. Þar sem ég er bæði fyrrverandi nemandi og starfsmaður var ég einstaklega stolt af því að sjá Ellert taka við verðlaununum og standa sig svo vel í Kastljósinu á eftir. Á fimmtudaginn var okkur boðið í mat á Grand Hótel - ég og skólastjórinn fórum á trúnó og hann gat ekki hætt að tala um hvað ég hefði verið frábær nemandi og bauð mér síðan stöðu aftur við skólann næsta haust. Ég lofaði að hugsa málið og veit enn ekki hvað ég á að gera... Tillögur óskast!