Veröld Fjördísar

þriðjudagur, júní 06, 2006

Úttekt á aðstöðu blaðamanna:

Staður: Grindavíkurvöllur
Útsýni: Mjög gott (hefðu samt mátt hafa verið fleiri myndarlegir fréttamenn)
Stólar: Nokkuð þægilegir, og borðið ágætt þrátt fyrir að vera mjótt.
Kaffi: Svolgraði í mig einum bolla, kaffivélin stóð fyrir sínu - af eldri gerðinni samt.
Meðlæti: Mjög gott, fimm tegundir af bakkelsi.
Athugasemdir: Mjög kalt var inni í blaðamannstúkunni og þessi eini litli hitari sem þarna var ekki að gera nógu góða hluti. Má geta þess að ástæði þess að ég drakk þennan kaffibolla var til að reyna að koma smá hita í kroppinn, en kaffi er að sjálfsögðu viðurstyggð.
Note to self: Ekki gleyma að merka við hornspyrnunar, og þegar markmaður kemur út á móti og tekur boltann er það merkt sem: Skot, skot á mark, og varið.

Rosalega var ég samt að standa mig í tölfræðinni ha! Merkti við allar aukaspyrnur, horn, rangstöður, skot, og markvörslur. Verst hvað þetta var leiðinlegur leikur... Náði allavega að lesa HM blaðið og fylgjast með Hjalti rugla yfir sig á boltavakt vísis.is þar sem hann og hettumávurinn fóru á kostum!