Á leiðinni heim áðan var ég hlusta á Útvarp Latabæ og tók vel undir þegar Litlir kassar hófst. Hefur alltaf fundist þetta krúttlegt lag.. einn er rauður, annar gulur, þriðji fjólublár og fjórði röndóttur! Ég hækka og syng með þegar ég átta mig á ádeiluna í þessu lagi. Hef alltaf litið á þetta sem hálfgert barnalag en nei - þjóðfélagsgagnrýni á að allir séu steyptir í sama mót af hæsta gæðiflokki, pönklag. Ég fíla Útvarp Latabæ.
Vinnan á kjördag var ekkert svo slæm. Dagurinn leið hratt og ég hitti ótrúlega mikið af fólki sem ég hef ekki séð lengi. Hafði því miður ekkert tíma til að spjalla neitt því maður var á fullu að finna fólkið og merkja við en þetta var bara fínasta djobb.
Lá við að ég fengi tár í augun (lá ekkert við, ég fékk tár í augun!) þegar ég kvaddi börnin mín í dag. Litlu listamennirnir, skæruliðarnir, fótboltakrakkarnir, tónlistarpíunar, púllararnir, knúsararnir, grallararnir og dansaranir. Ó hvað ég á eftir að sakna þeirra - þvílík breyting á mér frá því að ég tja, var ekkert voða mikið fyrir börn fyrir ári síðan.
OK hef ekki tíma til að blogga meira, er nefnilega að tala við írska PG á msn og við vitum hvað það þýðir... :)
Vinnan á kjördag var ekkert svo slæm. Dagurinn leið hratt og ég hitti ótrúlega mikið af fólki sem ég hef ekki séð lengi. Hafði því miður ekkert tíma til að spjalla neitt því maður var á fullu að finna fólkið og merkja við en þetta var bara fínasta djobb.
Lá við að ég fengi tár í augun (lá ekkert við, ég fékk tár í augun!) þegar ég kvaddi börnin mín í dag. Litlu listamennirnir, skæruliðarnir, fótboltakrakkarnir, tónlistarpíunar, púllararnir, knúsararnir, grallararnir og dansaranir. Ó hvað ég á eftir að sakna þeirra - þvílík breyting á mér frá því að ég tja, var ekkert voða mikið fyrir börn fyrir ári síðan.
OK hef ekki tíma til að blogga meira, er nefnilega að tala við írska PG á msn og við vitum hvað það þýðir... :)