Þar sem Heimsmeistarkeppnin í fótbolta er hafin finnst mér ég verða að vera með eitt HM blogg. En í staðin fyrir að velja mann umferðarinnar (sem var Shaka Hislop) ætla ég að velja þann myndarlegasta. Því eins og við vitum þá er ég kvenmaður og hef því bæði takmarkaðan áhuga á þessu sparki en enn minna vit. Sá drengur sem varð fyrir valinu hjá mér að þessu er enginn annar en markvörður Englendinga, Paul Robinson. Það voru nokkrir aðrir sem komu til álíta hjá mér eins og þessi nr. 9 hjá Pólverjum og svo er eitthvað við svíann Wilhelmson sem heillar mig - ef maður lítur framhjá skottinu hans.
Ég held svei mér að ég haldi þessum dagskrárlið áfram á blogginu mínu. Tja allavega þangað til Gattuso byrjar að spila með Ítölum eftir smá meiðsli. Því enginn á roð við honum, hann er bara ÞAÐ kynþokkafullur.
Ég held svei mér að ég haldi þessum dagskrárlið áfram á blogginu mínu. Tja allavega þangað til Gattuso byrjar að spila með Ítölum eftir smá meiðsli. Því enginn á roð við honum, hann er bara ÞAÐ kynþokkafullur.