Fyrst janúar er hálfnaður finnst mér nú tími til kominn til að koma með Árslistann minn fyrir 2005 sem ég ætlaði að skrifa um áramótin. Hann kemur þá bara núna, ég ætla að reyna að nefna það sem hæst bar í hverjum mánuði fyrir sig. Ég hef að sjálfsögðu arfaslakt minni þannig að ég er örugglega að gleyma einhverju...
Janúar: Þá hættum við Ritchie saman og hann flutti aftur til Georgíu. Ansi einmannalegt í kjallaranum hjá mér í Uppsala eftir það.
Febrúar: Þorgeir kom í heimsókn til mín og kynnti mig fyrir BitTorrent. Síðan þá hefur öll mín tónlistar- og kvikmyndaupplifun gjörbreyst til hins betra.
Mars: Ekkert merkilegt gerðist þá held ég. Var hryllilega veik, var með fyrirlestur um friðarsáttmálann í Norður Írlandi...
Apríl: Hjalti kom í heimsókn til mín og við fórum ásamt nokkrum bekkjarsystkinum mínum í frábæra ferð til Barcelona.
Maí: Þann 25. maí urðu Liverpool Evrópumeistarar félagsliða eftir frækilegan sigur á AC Milan. Stórkostlegt kvöld, þar sem ég sat ein heima á gólfinu, hló og grét og allt þar á milli...
Júní: Varði lokaritgerðina mína og útskrifaðist með masters gráðu frá Department of Peace and Conflict Research við Uppsala háskóla.
Júlí: Gugga systir kom, hjálpaði mér að pakka og við fórum í 2 vikna ferð til Costa del Sol, algjör afslöppun í sólinni.
Ágúst: Fékk að sjá eina af mínum allra uppáhalds hljómsveitum, Against Me! tvisvar sinnum hérna á Íslandi. Þrátt fyrir að þeir séu nú fallnir í ónáð í pönksenunni eftir að skrifa undir hjá Sire um daginn þá elska ég tónlistina þeirra alveg jafn mikið.
September: Fór að vinna við eitthvað sem er ekkert tengt mínu námi, finnst það samt miklu skemmtilegra en ég bjóst við. Hitti Jón Frímann.
Október: Þann 13. október fæddist ljósið mitt hann Lárus Orri. Þrátt fyrir að hafa pissað á mig í gær elska ég hann mest í heimi!
Nóvember: Hmm... algjörlega óminnisstæður mánuður. Við Herdís "rændum vögguna" á Bar 11 :)
Janúar: Þá hættum við Ritchie saman og hann flutti aftur til Georgíu. Ansi einmannalegt í kjallaranum hjá mér í Uppsala eftir það.
Febrúar: Þorgeir kom í heimsókn til mín og kynnti mig fyrir BitTorrent. Síðan þá hefur öll mín tónlistar- og kvikmyndaupplifun gjörbreyst til hins betra.
Mars: Ekkert merkilegt gerðist þá held ég. Var hryllilega veik, var með fyrirlestur um friðarsáttmálann í Norður Írlandi...
Apríl: Hjalti kom í heimsókn til mín og við fórum ásamt nokkrum bekkjarsystkinum mínum í frábæra ferð til Barcelona.
Maí: Þann 25. maí urðu Liverpool Evrópumeistarar félagsliða eftir frækilegan sigur á AC Milan. Stórkostlegt kvöld, þar sem ég sat ein heima á gólfinu, hló og grét og allt þar á milli...
Júní: Varði lokaritgerðina mína og útskrifaðist með masters gráðu frá Department of Peace and Conflict Research við Uppsala háskóla.
Júlí: Gugga systir kom, hjálpaði mér að pakka og við fórum í 2 vikna ferð til Costa del Sol, algjör afslöppun í sólinni.
Ágúst: Fékk að sjá eina af mínum allra uppáhalds hljómsveitum, Against Me! tvisvar sinnum hérna á Íslandi. Þrátt fyrir að þeir séu nú fallnir í ónáð í pönksenunni eftir að skrifa undir hjá Sire um daginn þá elska ég tónlistina þeirra alveg jafn mikið.
September: Fór að vinna við eitthvað sem er ekkert tengt mínu námi, finnst það samt miklu skemmtilegra en ég bjóst við. Hitti Jón Frímann.
Október: Þann 13. október fæddist ljósið mitt hann Lárus Orri. Þrátt fyrir að hafa pissað á mig í gær elska ég hann mest í heimi!
Nóvember: Hmm... algjörlega óminnisstæður mánuður. Við Herdís "rændum vögguna" á Bar 11 :)