Í gegnum mína skólagöngu hef ég ætíð verið fylgjandi "mjúkum stefnum", þið vitið, í sambandi við uppeldi, kennslu, samningaviðræður, stjórnmál og svo framvegis. Alltaf hallast að og kosið að nota umbun og refsingu, skilning, virka hlustun og leiðandi stefnur. Eitt af því sem er að gera í vinnunni núna, að vera með 12 ára strák í sérkennslu, gerir miklar kröfur til mín um að ég nái til hans og reyni að leiða hann áfram og tjónka við hann. Í dag hins vegar, missti ég alveg stjórn á mér. Ég var svo reið við hann og demdi mér yfir barnið eins og hann hefur aldrei séð áður, að ég hefði eiginlega átt að skammast mín eftir á. En hvað, drengurinn var allt annar allan daginn eftir þetta. Þetta snarvirkaði á hann. Það að ég þurfi að röfla og rífast og hækka röddina er ekki minn stíll, en á ég að halda þessu áfram fyrst þetta virkaði í dag? Þarf maður kannski bara að sýna alltaf meiri hörku til að komast áfram og vera sá sem stjórnar? Ég hreinlega veit ekki... Það eina sem ég veit er að hann á afmæli á morgun og ég er að gera fyrir hann smá afmælisgjöf - ætla að nota það til að múta honum til að vinna og hafa hægt um sig á morgun. Það á eftir að duga í svona hálftíma...
Einn átta ára gaf mér mynd í dag sem hann hafði teiknað af "Dauðavél fyrir stelpur". Í hana eru stelpur settar þar sem þær fá stærri heila, og ef þær eru ekki kramdar til dauða í vélinni, fá þær líka hærri laun á endanum þar sem "karlar fá hærri laun en konur og eru þess vegna betri". Ætli umræða um Kvennafrídaginn og launamisrétti hafi ekki alveg stimplast rétt inn hjá þessum yngstu?
Einn átta ára gaf mér mynd í dag sem hann hafði teiknað af "Dauðavél fyrir stelpur". Í hana eru stelpur settar þar sem þær fá stærri heila, og ef þær eru ekki kramdar til dauða í vélinni, fá þær líka hærri laun á endanum þar sem "karlar fá hærri laun en konur og eru þess vegna betri". Ætli umræða um Kvennafrídaginn og launamisrétti hafi ekki alveg stimplast rétt inn hjá þessum yngstu?