Veröld Fjördísar

fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Í morgun var enn einu sinni búið að rigna yfir hálkuna þannig að það er nánast ófært fyrir gangandi vegfarendur á göngustígum hverfisins. Sníkti þá far hjá pabba og mömmu sem skutluðu mér upp í skóla. Ég fer út úr bílnum og hitti þar tvo 8 ára vini míni sem segja við mig:

-Eru þetta pabbi og mamma þín að keyra þig í skólan?
-Já, segji ég
-Ó, ég hélt að þú værir kona! Þá ertu bara stelpa sem er keyrð í skólann!

Þeim fannst þetta alveg stórmerkilegt, að ég væri eftir allt ekki kona heldur bara stelpa! Enda er ég í mesta lagi bráðungur kvenmaður, varla neitt meira en það :)

Á öðrum nótum, ég er farin að eiga í eldheitu sambandi við "flakkarann", við erum saman nánast hvert kvöld eftir að Herdís var svo góð að setja inn á hann allskyns ólöglega hluti sem hún "rakst á" á netinu...

Þabbara að koma helgi aftur, ótrúlegt alveg hvað tíminn líður skelfilega hratt.

Dreymdi í nótt fyndinn draum um það að fréttamannaprófið og sjónvarpsfréttalesturinn sem ég fór í í síðustu viku hefði verið gabb, og í rauninni verið próf fyrir nýjan raunveruleikaþátt. Ég mætti á staðinn þar en neitaði að láta hafa mig út í eitthvað bull, fara á stefnumót á hestbaki og fleira hallærislegt sem við áttum að gera í þessum þætti. Furðulegur draumur... held ekki að RUV sé að fara að framleiða raunveruleikaþátt eins og þennan!