Veröld Fjördísar

sunnudagur, nóvember 06, 2005

Ertu í svona þokkalega góðu skapi bara í dag? Helgin búin að vera ágæt og allt í gúddi bara? Lífið leikur bara við þér?

Þá ættir þú að tékka á þessu, á þessari síðu getur þú sett inn msn upplýsingar um þig og þá færðu að sjá hverjir hafa eytt þér út af sínum msn lista... Og dagurinn þinn gæti verið ónýtur...

:)

Svosem ekkert sem kom á óvart hjá mér, hefði alveg búist við að sjá fleiri nöfn þarna sem ég aldrei tala við. Eitt sem mér sárnaði soldið við, en vegna þess að í dag bætti mér önnur manneskja á listann sinn sem kom mér ótrúlega á óvart og gleður mig í botn, þá er mér alveg sama!!

Í fréttum er þetta helst... (ég las þetta í myndveri sjónvarpsins í morgun, ugh gekk illa, gleymdi að anda og starði í textavélina):
Leikhús - Ég er mín eigin kona, Hilmir Snær er algjör snilld
Football and Fun - Gamlar kempur með bumbur, Rex ekki að gera sig
Potturinn - gott skrapp í hálftíma með Geira, hressandi, af hverju fer maður ekki oftar í sund?
Litli frændi - sem bráðum fær nafn, við vorum memm á föstudaginn
PG - sem núna er á msn hjá mér
Jólaskraut - kommon, nóvember var rétt að hefjast!
Prjónar - tók þá heim um helgina, búin með svona tvær umferðir, samt stolt af mér!
La Liga - Athletic Bilbao náði jafntefli í dag, hlakka til að sjá hvernig gengur með nýjan þjálfarann

Vinur minn í Kanda er að fara á tónleika með My Chemical Romance, Thrice, Dilinger, Dredg, Blood Brothers, og fokkings Coheed and Cambria í vikunni. Er þetta sanngjarnt? Maður spyr sig...

(og svarið er nei by the way, þetta er EKKI sanngjarnt)