Veröld Fjördísar

föstudagur, janúar 13, 2006

ATH. Af einhverjum ástæðum birtist bloggið mitt ekki nema ég skipti því í tvennt og birti neðsta partinn hér í öðru bloggi, skil ekkert af hverju... en þetta er allavega síðasta hluti bloggsins sem er á undan!

Desember: Fór í æðislega helgarferð til Amsterdam og hitti nokkur bekkjarsystini mín. Frábært að rölta ein um, með ipod í eyrunum og skoða mannlífið og borgina. Í lok ársins hitti ég líka tvær yndislegar stelpur frá Texas :)

Jahá, það sem stendur svo uppúr er náttúrulega Lárusinn minn og Liverpool (þess má geta að Hjalti er farinn að skrifa fyrir Liverpool bloggið frá og með í dag). Svo náttúrulega að klára námið og fara að vinna. Og standast fréttamannapróf RÚV :) Já þetta var bara ágætist ár í heildina litið, skál fyrir því nýja!