LIVERPOOL ERU EVRÓPUMEISTARAR Í KNATTSPYRNU 2005
Ég sit hérna á gólfinu heima og græt og hlæ til skiptis. Þvílíkur rússibani tilfinninga í allt kvöld - tilhlökkun, reiði, vonbrigði, uppgjöf, von, tilhlökkun, kvíði, ógleði, eftirvænting, og svo ótrúleg gleði og ánægja. Þetta er ólýsanlegt, ég get eiginlega bara ekki skrifað neitt annað núna. Þvílíkur leikur - þvílík barátta - ótrúleg samstaða og sigurvilji.
Til hamingju öll! Þetta er okkar kvöld.