Veröld Fjördísar

miðvikudagur, júní 01, 2005

Takk fyrir skilaboðin mamma - var að fá þau!

Þetta er búið. Já svona að stærstum hluta allavega.
Smá panikk í morgun þegar ég sá ekki fram á að ná að skila kl. 11. Sendi Ashok ritgerðina og dreif mig niður í bæ til að fjöldfalda og binda inn (nokkrir þúsundkallar sem fengu að blæða þar). Skilaði af mér um klukkutíma of seint en það virðist hafa reddast þar sem ég sendi hana á undan mér.
Þungu fargi af manni létt, en þetta er samt ekki alveg sokkið inn hjá manni - það kannski kemur þegar maður niður af stresskastinu.

Hins vegar er ég ekkert svo bjarsýn á að fá góða einkunn úr þessu. Ég var til dæmis að fá ritgerðina mína úr Negotiation til baka núna áðan þegar ég skilaði hinni inn, E takk fyrir! Bara svo nálægt falli... Enda skil ég ekki alveg þetta einkunnakerfi hér, það eru allir hættir að taka mark á þeim. Ég fékk til dæmis bara jákvæðar athugasemdir við ritgerðina, en það sem húnn fann að henni var að ég notaðist of mikið við eina grein, eina kenningu. En það var einmitt uppistaðan í þessum samanburði hjá mér - þessi kenning. Hvernig getur maður þá notað hana of mikið? Æji þýðir ekki að velta sér upp út því, svona er þetta bara.
En það bara ekki beint þægilegt að taka við þessari einkunn á sama tíma og ég skilaði inn lokaritgerðinni sem ég var minna ánægð með...

Þá er bara að verja hana þann 9. júni - langt þangað til :)

Ég er alveg að sofna úr þreytu núna, ætla kannski að hitta Söndru og einhverja á eftir, en Sandra er einmitt að fara til Íslands núna á föstudag! Mér finnst nú samt soldið glatað að hún muni búa í Hveragerði...

Farin frá þessari tölvu - hún hefur átt mig síðustu daga.