Veröld Fjördísar

sunnudagur, mars 13, 2005

Mér er illt í öllum skrokknum eftir þessa "vinnutörn" fyrir helgi. Á fimmtudag var ég á bjórbarnum, litlum bar í einu horninu sem selur bara bjór, og var ofsalega lítið að gera allt kvöldið. Ekki eins slæmt að hjóla í snjónum og ég hélt!

Á föstudag vann ég líka í Norrlands, en þá var ég "barlöb" sem þýðir að ég fór á milli allra baranna (5 stykki dreifð um húsið á 2 hæðum) og sótti það sem þá vantaði - glös, bjór, áfengi, rör, servíettur... Það var "gask" þetta kvöld, formlegur kvöldverður og fínn klæðnaður, nokkurskonar árshátíð eiginlega! Yfir 1000 manns og allt troðið. Brjálað að gera hjá mér frá 20-2, þeytast á milli hæða og reyna að redda hlutum. Erfiðast var að komast að sumum börunum. Enn þeirra var svo illa staðsettur að ég þurfti að taka lyftu upp úr eldhúsinu, fara í gengum lokaðan sal, yfir andyri fullt af fólki, gegnum þröngan gang troðinn af fólki, til að ná að komast inn á dansgólfið þar sem barinn var. Í gegnum þessa mannþröng bar maður einn kassa á eftir öðrum... Þannig að það var ofsa mikið að gera, en ég fékk samt 10% af þjórfénu frá börunum! Hafði 2000 kr. (íslenskar) út úr því, eða jafnmikið og ég útborgað fyrir kvöldið. Þetta er þrælavinna alveg og ég veit ekki hvort ég mun gera þetta mörgum sinnum aftur, langar allavega að prófa kannski að vinna á öðru Nationi.

Í gær bauð Tuuli okkur í mat og dugnaðarforkurinn ég hjólaði líka þangað. Tók mig ríflega klukkutíma, svolítið af lausasnjó líka sem hægði á mér. Fórum í heimsókn oní bæ, so bara heim. Ég er enn með harðsperrur um allan líkaman, sérstaklega í handleggjum og svo í rassinum eftir hjólið...

Ætla samt að hitta Tuuli á eftir held ég - meira hjól!