Veröld Fjördísar

miðvikudagur, mars 02, 2005

Ég held að það séu nú ansi mörg ár frá því að ég grét yfir skáldsögu. Í gærkveldi hins vegar gat ég ekki hamið mig og grét og grét í svona 20 mín meðan ég lauk við söguna "Uppvöxtur Litla Trés" eftir Forrest Carter. Í fyrsta lagi fannst mér þetta alveg hreint yndisleg bók, þrátt fyrir sorgina og tregann sem fylltu enda hennar. Svei mér þetta hljóta að vera hormónar...

Er í dáldið strembinni viku núna, þarf að halda fyrirlestur á mánudaginn um mál sem ég þekki nánast ekki neitt. Ætla að halda hann um sama efni og lokaritgerðina mína í þessum negotiation kúrsi - um hvernig hefur gengið að uppfylla friðarsáttmálann á Norður Írlandi 1998. Mikið af efni, meira en ég kemst yfir...

Helgin var rosalega fín. Fórum til Stokkhólms á föstudaginn og beint á ráðstefnuna sem haldin var í einskonaar safnaðarheimili í Immanúelskirkju. Þetta var frekar lítill hópur fannst mér, sérstaklega fyrir þær sakir að Hans Blix var þar. Hann setti helgina (þetta var öll helgin en ég var bara á fyrsta kvöldið), og var með eindæmum gagnrýnn á Bandaríkjastjórn og hina sem gerðu innrásina í Írak. Hann var miklu gagnrýnni heldur en ég hef séð hann áður, ágætur bara kallinn. Síðan talaði einhver merkilega kona innan kjarnorku afvopnunarhreyfingarinnar, og lokst tók Felicity við. Hún var alveg frábær! Byrjaði að tala um hvernig hún hefði tekið þátt í fjöldamótmælum haldandi á skilti sem sagði "Give Blix a Chance" og hvað það væri mikill heiður að hafa hann þarna - sem það auðvitað var! Hún var fyndin en fræðandi, mjög góð ræðukona (hún er líka mikill feminismi) og hlaut mikil fagnaðarhróp er hún klykkti út með orðunum: "What we need are not weapons of mass destruction, but a mass destruction of weapons". Hún er æði :)