Veröld Fjördísar

mánudagur, júlí 03, 2006

Á föstudaginn var hringt í mig og ég boðuð í atvinnuviðtal vegna vinnu sem hafði verið búin að fá nei við. Mætti á laugardaginn í einn og hálfan tíma í spurningar og próf, svo var sent eftir mér áðan í leigubíl, ég hitti fólkið aftur og mér boðin staðan. Ég sagði já.

Ég er semsagt komin með vinnu.
Framtíðarvinnu. Með eigin skrifstofu og allt. Við hliðina á sendiherranum sem ég er að fara að aðstoða. Svo nú verð ég að fara að segja "eh?" á eftir hverri setningu eins og hinir Kanadabúarnir...