Samúðarkveðjur til allra þeirra sem eins og ég vakna á morgnana með útvarpsvekjarann stilltann á X-ið, en vöknuðu ekki í morgun því það var aðeins ÞÖGN sem heyrðist frá þeirri stöð... Sem betur fer bý ég heima (hahahaha) og því gátu foreldrar mínir vakið mig í tæka tíð.
Vika liðin frá því að ég byrjaði í vinnunni og í gær gat ég svarað sjálf tveimur fyrirspurnum:
1) Sekkjapípuleikari er að koma til landsins í haust, en er hræddur um að sekkjapípan verði tekin af honum við komuna því í hana er notað fílabein. Það er nefnilega bannað að flytja inn afurðir dýra sem eru/gætu verið í útrýmingarhættu.
2) Sundlaug á landsbyggðinni þurfti að fá 4 stk. af "baðkallinum" svokallaða, þessum sem sýnir hvar maður skal vinsamlega þvo sér áður en gengið er til laugar.
Gat hins vegar t.d. ekki svarað um hvað reglugerðir segðu um rotþrær við 80 m2 sumarbústaði, né blýmengun af völdum haglaskota. Svo dæmi séu tekin.
Síðan hitti ég mann áðan sem vinnur hér en ég hef hingað til bara talað við í síma, og hann hrósaði mér fyrir hvað ég bæri af mér góðan þokka í símanum, það væri svo nauðsynlegt hjá ríkisstofnunum sem oft væru þekktar fyrir annað. Krúttmaður! Hins vegar er hér skortur á yngri fólki, sé ekki fyrir mér vinnupartý ala Vegagerðin allavega :)
Setning dagsins:
Nónklettur er á NV-horni Nafa, eyktarmark frá Klúku, og SA af honum eru nokkrir klettakollar, meira eða minna stuðlaðir, og snúa stuðlarnir alla vega, sumsstaðar fallega bogadregnir, svo þeir minna á skipsbyrðing.
Vika liðin frá því að ég byrjaði í vinnunni og í gær gat ég svarað sjálf tveimur fyrirspurnum:
1) Sekkjapípuleikari er að koma til landsins í haust, en er hræddur um að sekkjapípan verði tekin af honum við komuna því í hana er notað fílabein. Það er nefnilega bannað að flytja inn afurðir dýra sem eru/gætu verið í útrýmingarhættu.
2) Sundlaug á landsbyggðinni þurfti að fá 4 stk. af "baðkallinum" svokallaða, þessum sem sýnir hvar maður skal vinsamlega þvo sér áður en gengið er til laugar.
Gat hins vegar t.d. ekki svarað um hvað reglugerðir segðu um rotþrær við 80 m2 sumarbústaði, né blýmengun af völdum haglaskota. Svo dæmi séu tekin.
Síðan hitti ég mann áðan sem vinnur hér en ég hef hingað til bara talað við í síma, og hann hrósaði mér fyrir hvað ég bæri af mér góðan þokka í símanum, það væri svo nauðsynlegt hjá ríkisstofnunum sem oft væru þekktar fyrir annað. Krúttmaður! Hins vegar er hér skortur á yngri fólki, sé ekki fyrir mér vinnupartý ala Vegagerðin allavega :)
Setning dagsins:
Nónklettur er á NV-horni Nafa, eyktarmark frá Klúku, og SA af honum eru nokkrir klettakollar, meira eða minna stuðlaðir, og snúa stuðlarnir alla vega, sumsstaðar fallega bogadregnir, svo þeir minna á skipsbyrðing.