Veröld Fjördísar

sunnudagur, apríl 16, 2006


GLEÐILEGA PÁSKA KÆRU LESENDUR!

Og verði ykkur að góðu að öllum þeim páskaeggjum, páskakanínum, páskalömbum, páskaöli og páskahlaupköllum sem þið eigið eftir að láta ofan í ykkur.
Sjálf mun ég aðeins fá mér eitt lítið hænuegg (án rauðunnar) eins og Jimmy sagði mér....

ok kannski fæ ég eitt lítið súkkulaði líka, svona til að fá málshátt. Fékk reyndar eitt þannig í skólanum um daginn. Málshátturinn minn var "Barnalán er betra en fé" og þegar börnin sátu öll saman í krók spurði ég þau hvað þau héldu að málshátturinn þýddi. Einn sjö ára, mesti töffarinn, rétti upp hönd og sagði "Að það er betra að eiga börn en kindur...." Krúttubúttubörn!

(ps ég get ekki blekkt sjálfa mig lengur, ég á tvö páskaegg! Súkkulaðipáskaegg! Ætla reyndar ekki að borða þau bæði alein, svona fyllist ég góðmennsku á páskunum og deili með mér :P)

Þangað til næst, sælir!