Veröld Fjördísar

fimmtudagur, apríl 06, 2006

Þegar maður er farinn að verða svona slappur í blogginu þá veit maður enn minna hvað maður á að skrifa. Herdís gerir oft ágæta grein fyrir því hvað við erum að bardúsa, sérstaklega ef við erum eitthvað á þvælast á tónleika eins og í kvöld. Leaves stóðu sig svona ágætlega - hljóðið á Gauknum slæmt eins og alltaf og þeir voru ekkert að trylla mig af gleði svosem... Á föstudaginn kemur spilar hins vegar bandið mitt, Jeff Who? og þá verður sko dansað :)

Á sunnudaginn var ég að fara yfir ýmislegt úr kjallaranum, reyna að grynnka á draslinu sem er það. Fann gamla skólabók úr Ritun í 4-St. Ég ætla að birta smá bút úr henni hérna...

10.12
A.T.H!
Kæra ungfrú Svanlaug!
Ég er mjög ánægð með skólann, en samt finst mér að það ættu að vera fleiri leiktæki og Maggi blaðrar allt of mikið (sérstaklega við sjálfan sig) Og mér fynst að lesturinn ætti að vera lengur.
Takk fyrir, Hjördís

(hvað var málið með mig og kunna ekki að stafsetja "finnst"? Allavega fékk ég svar á næstu síðu)

Kæra ungfrú Hjördís!
Takk fyrir orðsendinguna. Ég held að Maggi verði bráðum leiður á að tala við sjálfan sig og þá hættir hann að trufla ykkur. Það koma örugglega fleiri leiktæki á skólalóðina einhvern tíma seinna. Ég skal íhuga betur betta með lesturinn. Ritunin gengur bara vel.
Svanlaug

HAHAHA mér finnst þetta æði! Ég man svo eftir þessu með Magga.. hann var alltaf eitthvað tuðandi drengurinn, thihhihih. Þessi ritunarbók skemmti mér svo vel, ég ætla að birta hér frumsamið ljóð sem þar leynist:

Litli bíllinn
Ég sá einu sinni bíl,
hann líktist fíl
bíllinn var blár
en fíllinn grá
svo keyrði bíllinn burt

Litli bíllinn keyrði um stræti og torg
og upp í Akraborg
til að fara upp til Akranesar
að hitta Júlíus Sesar.

-----

Þessu fylgdu auðvitað myndir og alles... glæsilegt! Ó svo gaman að skoða gamlar námsbækur :)