Eftir síðasta kickbox tíma kom Jimmy til okkar Herdísar, og sagði við okkur að við ættum nú bara að koma í framhaldstímann á miðvikudaginn, við værum að taka framförum og svona. Við Herdís litum aumingjalegar hvorar á aðra, meðvitaðar um það að við erum langelstar í hópnum okkar en jafnfram lélegastar, með minnsta þolið og aumingjalegustu vinstri-handar högg austan Elliðaáa. Ég reyni að malda eitthvað í móinn, tauta að við höfum nú ekki einu sinni verið með í sparring (snertiboxinu) með hinum og svona... Jimmy hlustaði ekkert á það, sagði að allt sparring væri nú bara fyrir "útvalda hópinn" á föstudögum og þetta væri bara brennsla. Hann endurtók það svona tvisvar þrisvar að þetta væri aðallega bara meiri brennsla. Þangað til við náðum hintinu... Brenna meira, sparka minna. Losna við allt skvapið. Núúúú skil ég :) Þannig að á eftir ætlum við að mæta í framhaldstímann með hinum töffurunum sem eru alltaf berir að ofan og massaðir (nema stelpurnar sem eru í geggjuðu formi, geta sparkað langt fyrir ofan höfuð, og örugglega 100 kickbacks í röð) og reyna að vera okkur ekki til skammar. Annars hundskumst við bara aftur í barnahópinn, ekkert að því svosem!
Annars er ég að fara að læra að kafa - Ein.
Annars er ég að fara að læra að kafa - Ein.