Veröld Fjördísar

mánudagur, mars 27, 2006

Síðustu nótt dreymdi mig ótrúlega raunverulegan draum. Í honum var ég að klappa gömlu kisunni minn henni Tinnu og klóra henni á hálsinum. Ég man hvað mér fannst þægilegt að finna mjúka feldinn hennar og grafa fingurnar í falleg svört hárin. Þá vaknaði ég, og fann að ég var að klóra loðna bangsanum sem var við hliðna á mér... Ekki skrýtið að mér hafi fundist þetta vera raunverulegt, en shitt hvað ég er rugluð á nóttunni! Já og til að sýna hvað þessi draumur var fjarstæðukenndur þá átti ég æðislegan kærasta líka, HAHAHAHAHAH - fyndin tilhugsun.

Er þetta að verða draumablogg?

Hey man einhver eftir barnaþáttum sem voru á RÚV hérna áður fyrr um önd... sem ég man ekki hvað heitir, bara lagið.

Nú er ég svo glaður, svo glaður, svo glaður
Svona ofsa glaður, sem aldei var ég fyrr!
Ég er svo ofsa glaður, svo glaður, svo glaður,
Ég er svo ofsa glaður, sem aldrei var ég fyrr!

eða eitthvað í þá áttina.... það var einmitt vinsælt að setja inn "r" fyrir "l" þarna í textanum á tímabili... En man einhver eftir þessu?