Veröld Fjördísar

sunnudagur, janúar 29, 2006

Ég mæli bara með að lesa bloggið hennar Herdísar til þess að fá fréttir af mér, hún er orðin ótrúlega afkastamikil stúlkan!

Stiklur:
- Þórdís átti afmæli í gær, til lukku með það dísin mín!
- Daði Snær, sonur Arnþórs og Kötu, lést í sl. viku. Átakanlegt og maður hugsar auðvitað til þeirra daglega og vonar að þau geti stutt hvert annað í gegnum sorgarferlið.
- Ég er að fara til London nk. föstudag. Fer á goth balletinn Edward Scissorhands (víst Hjalti!) og svo tónleika með Coheed and Cambria og Thrice. Kem aftur á sunnudeginum.
- Sótti um vinnu um daginn bara svona til að prófa. Það voru 101 umsóknir... mér finnst það ótrúlega mikið fyrir skrifstofustarf *vonleysi*
- Folwer er kominn aftur til Liverpool
- Var að hlusta á nýja Placebo diskinn og varð fyrir vonbrigðum...
- En aftur á móti er Jeff Who? frábær hljómsveit!
- Ég vann Val í torrent keppni en tapaði á móti Rúnari í itunes þemakeppni
- Er að fara að byrja aftur í kickboxi á morgun, fann gömlu vafningana mína og allt
- Eurovision lögin í gær voru vonbrigði
- Ég get ekki forwardað portunum mínum og enginn skilur af hverju
- Hlakka til að kaupa myndasöguheftið af Coheed and Cambria á á laugardaginn *nerdgasm*
- Hvernig er aftur Tarzanleikurinn?

Læt þetta duga í bili...