Veröld Fjördísar

fimmtudagur, ágúst 04, 2005

Verslunarmannahelgin liðin og svosem ekkert nýtt að frétta.

Mikil gleði hér heima í kvöld þegar Fram komst áfram í bikarnum eftir æsispennandi bráðabana-vítaspyrnukeppni þar sem þeir slógu FH naumlega út. Pabbi gat ekki horft eftir að venjulegum leiktíma lauk svo ég kallaði til hans hvernig gengi... Hann var afskaplega glaður vægast sagt, bláa Framhjartað slær enn á fullu þar!

Er að hugsa um að skottast og fá mér bókasafnskort, finnst það svo ljómandi góð hugmynd!

Held það sé komin tími til að leggja þetta blogg alveg til hliðar, enda maður ekkert að segja af viti. Takk fyrir mig!