Veröld Fjördísar

fimmtudagur, maí 12, 2005

Einu sinni sagði systir mín mér að það væri bragðbetra að láta grófu hliðina á Finn Crisp snúa niður og ég hef alltaf haldið tryggð við þann sannleik. Svo núna áðan þá smurði ég hrjúfu hliðina alveg óvart og viti menn - það var bara miklu betra!