LIVERPOOL ER KOMIÐ Í ÚRSLITALEIK MEISTARADEILDAR EVRÓPU 2005
Og það var þetta mark hér að ofan sem kom okkur til Istanbúl. Luis Garcia - smávaxni spánverjinn minn sá um það. Ó hvað ég dýrka þennan mann.
Liverpool stuðningsmenn voru með það á hreinu að Jose Mourinho, stjóri Chelsea, færi ekki lengra með liðið þessa leiktíð!
Það var hart barist allan tímann. Hér sést Lampard reyna að koma höggi á Garcia á fólskulegan hátt.
Stjórarnir sjást hér. Mourinho ekki sáttur, meistari Benítez var orðinn svolítið spenntur á hliðarlínunni.
Eiður hér í baráttu við Hamann, áður en hann fékk takkaskó í augabrúnina og varð ófrýnilegur með blóðið lekandi...
Það var ekkert leiðinlegt að fagna hér í stofunni með strákunum. Allt þetta stress og magapínan endalausa var gleymd og grafin eftir úrslitin.
Ég þakka þeim sem hlýddu, og þá sérstaklega Hjalti mínum fyrir andlegan stuðning (og frábæra treyju sem ég skaraði í allan dag) - góðar stundir.