Veröld Fjördísar

þriðjudagur, apríl 05, 2005

Hvernig í ósköpunum á maður að fara að því að einbeita sér þegar Leikurinn er á eftir? Hverjum er ekki sama um hvort kenning Hopmanns um Bargaining vs. Problem-solving geti útskýrt hvers vegna friðsáttmálinn 1998 í Norður-Írlandi hafi farið út um þúfur! Ég hef meiri áhyggjur af hvort Alonso verði á bekknum í kvöld (sem hann er) heldur en hvort Gerry Adams ætti að slíta öllum tengslum við IRA og koma þannig til móts við þöngulhausinn Ian Paisley. Get svo svarið það, þetta er ekki hægt.

Það er allavega rafmagn á heima. Í gærkveldi fór ég út að borða (í bókstaflegri) með Irine, Paul, og Aydin sem var að koma frá 3 mánaða vist í París. Soldið kalt, en við hörkuðum það af okkur og fórum svo á kaffihús og drukkum heitt kakó til að fá aftur líf í kroppinn. Eins og það var gott veður í gær, þá eru kvöldin ekki enn nógu mild til að sitja úti lengi.
Allavega, kom heim í gærkveldi og þá var auðvitað enn rafmagnslaust. Ég fór upp og lét þau vita. Anders kom niður og klóraði sér í hausnum, ekkert auka öryggi til. Ég bauðst til að pissa í myrki en hann tók frekar strauminn af eldunaraðstöðunni minni á ganginum. Þannig að ég fékk straum í íbúðina en vantar enn fram á gang. Eins gott að það verði komið í lag þegar Hjalti kemur á morgun, hvernig ætti hann annars að baka skyrkökuna!

Back to the books... skrifa skrifa skrifa!