Veröld Fjördísar

fimmtudagur, apríl 28, 2005

Þrátt fyrir að fólk sé almennt sammála um að markalausa jafnteflið við Chelsea í gærkveldi hafi verið "hagstæð úrslit" þá er ég ekki eins jákvæð. Þriðjudagur í næstu viku á eftir að vera rosalegur. Úff hvað maður á eftir að svitna.

Var að hugsa um það í gær hvort það sé ekki komið út í öfgar hjá manni þegar maður dregur teppi upp fyrir haus og vill ekki horfa á leikinn. Þetta á að vera skemmtun, leikur! Af hverju er maður þá ekki að skemmta sér yfir honum í stað þess að finna líkamlega vanlíðan? Er ekki kominn tími á að leyfa sér að njóta barnslegrar gleði yfir íþróttinni sjálfri, heldur en að veslast upp í hvert sinn sem bláklddir menn komast inn fyrir varnarlínuna...

Allavega, Eiður náði að koma sér á vonda-kalla listann minn fyrir að fiska Alonso út úr næsta leik. Sveiattan segji ég bara, fuss hvað er leiðinlegt að sjá svona :(

Meh, mig dreymdi rosalega illa sl. nótt. Var að leita mér að brú milli Kanada og Bandaríkanna til þess að fremja sjálfsmorð og fann eina - langa en fallega. Svo fór ég á brúnni og stökk niður í ísi lagt vatnið. Í langan tíma var ég að sökkva í kuldanum og átti þess enga ósk heitari en að deyja fljótt - hélt það myndi fyrst gerast við snertingu við ísinn, svo vegna köfnunar eða kulda. Það gerðist hins vegar ekki og mér leið bara illa og vildi kafna... Var mjög meðvituð um það sem ég var að gera allan tímann.
Þetta var mjög óhuggulegur draumur vægast sagt. Einhver sem túlkar þá?

Jæja ætla að fara að "dýfa mér" í heimildarleit...