Veröld Fjördísar

fimmtudagur, apríl 21, 2005

Barcelona


Barcelona
Originally uploaded by Hjördíss.


Ætli það sé ekki kominn tími til að láta í sér heyra eftir 2. vikna fjarveru. Klukkan reyndar orðin margt þannig að ég verð ekki langorð.
Við systkinum fórum til Barcelona í mjög vel lukkaða ferð, komum fyrir tæpri viku og höfum svo notið Uppsala síðan. Hjalti flaug aftur til Íslands í dag þannig að nú er orðið hljóðlátt hérna. Mikið um gestagang reyndar síðustu daga, nokkrir næturgestir meira að segja. Það er alltaf til pláss og einn koddi í viðbót...

Myndir eru komnar inn á síðuna mína. Hins vegar eru þær í öfugri röð ef fólk vill lesa lýsinguna með - smá galli á þessu forriti sem ég nota. Veit ekki hversu nákvæma ferðasögu ég skrifa hér... held að nokkur stikkorð dugi allavega í dag!

Hjalti til Uppsala
Sofia hættir við ferðina
Ég klára ritgerðina og er reddí í sólina
Hittum Elise á flugvellinum, hún tók samt annað flug
Lest, flugvél, rúta, leigubíll, hótel
Fín íbúð, slappur kvöldmatur
Boðinn bjór og eiturlyf á Römblunni - af 10 mismunandi gaurum
Vændiskonurnar allstaðar þar líka
Rigning fyrsta daginn en margt skoðað og langt gengið
Strákarnir koma
Johan í gallabuxum, what!
Paul sem sælubros í sinni gömlu borg
Fótbolti í rokinu hátt uppi á áhorfendastúkum
Fótbolti fyrir utan bar, Barca tapaði ó svo sárlega
Daginn eftir: Liverpool vann, hell yeah!
Respect the football violence!
Nacho og vinir hans, partý hjá vini írska stráksins sem barþjónninn þekkti... eða eitthvað
Ekki enn varið inn í eina fatabúð
Respect the architecture!
Elise til Sverige, Johan daginn eftir
Ströndin, mmmmm
"Have a nice life"
Góður matur, heim á morgun, best að kaupa póstkort
Enn ekkert verslað, best að kaupa bókamerki
Respect the transvestite prostitutes!
Meira rölt, meiri matur
Heim til Svíþjóðar

Þetta er svona meira fyrir mig að muna hehehhe
Farin að sofa...