Veröld Fjördísar

mánudagur, maí 30, 2005

AAARGH pirr pirr.
Ég hef aðeins einn sólarhring til þess að ljúka við ritgerðina og það er svo mikill hávaði hér!

Jenny er með vinnuaðstöðu hérna í herbergi sem er alveg við hliðina á mér, þunn hurð á milli, og hún býr til húsgögn! Sög, útvarp hátt stillt... úff hvað þetta er ömurlegt :(

Ég er alveg að fara að tryllast af hamingju, þegar þessu er lokið það er.
Fer í smá sumarbústaðaferð um helgina með krökkum úr bekknum, ætti ekki að vera leiðinlegt!
Þarf bara að klára.... jiminn hvað ég er orðin hrædd við að ná ekki að ljúka þessu!!

Nú verður ekkert gefið eftir!

PS Var að taka eftir að gestur nr. 20,000 er að detta inn hvað og hverju! Vinsamlegast gefa þig fram - vegleg verðlaun í boði (þau eru reyndar hér í Svíþjóð og samanstanda af dósamat og svona sem ég næ ekki að klára áður en ég fer heim, en samt, þetta er heiður!)