Veröld Fjördísar

miðvikudagur, mars 16, 2005

Er það eðlilegt að manni dreymi langan, flókin, og ofur-raunverulegan draum um Eftirlitsstofnum EFTA? Dreymdi að ég ætti mér enga ósk heitari en að vinna hjá Eftirlitsstofnuninni, hvernig ég fór þangað og beinlínis heimtaði að verða ráðin, þrátt fyrir að þetta væru allt saman jakkafataklæddir, eldri menn þarna, og ég passi engan veginn inn í þetta umhverfi. Eru þetta einhver skilaboð til mín? Einhver óskhyggja kannski, eða fyrirboði?
Vona ekki því seinna í draumnum þá tapaði Liverpool leiknum á móti Blackburn, sem er einmitt að hefjast eftir 20 mínútur.

Eftirlitsstofnum EFTA... verð að játa að ég fór á netið og skoðaði svona hitt og þetta í kringum hana - viti menn, kannski ég geti nýtt mér eitthvað þaðan í lokaritgerðinni!

Hlakka til að horfa á Gettu betur á eftir, vona að það komi fljótt inn á netið. Stundum þarf ég að bíða allt kvöldið eftir fréttunum eða þáttum! Kvarta ekki reyndar... þetta er reyndar mjög góð þjónusta hjá "útvarpi allra landsmanna". Leiðinlegt hversu þetta mál í kringum ráðningu fréttastjóra er orðið stórt og umdeilt. Hins vegar hef ég ekki eina einustu almenninilega skýringu heyrt hvernig hann er tengdur Framsóknarflokknum. Er þetta bara eitthvað sem er talað um á milli manna en ekki skrifað um? Hef bara heyrt að hann sé gamall vinur einhvers... eru eitthvað nánari tengsl sem ég hef bara misst af?

Þar sem Auðun Georg hefur reynslu úr viðskipaheiminum og er örugglega klár kall, þætti mér samt kannski eðlilegra ef hann hefði verið ráðinn forstöðumaður markaðsviðs, eða jafnvel framkvæmdastjóri útvarps/sjónvarps. Forstöðumaður fréttasviðs ætti að koma úr röðum fréttamanna finnst mér, en ekki úr viðskiptum.
En það hefur svo mikið verið rætt um þetta mál að ég ætla ekki að fara nánar út í það...

Leikurinn alveg að hefjast - hann VERÐUR að vinnast svo við missum ekki af lestinni í Meistaradeildina á næsta ári. Annars eru Everton nánast búnir að tryggja sér seðlilinn þangað :( Munið bara, You´ll never walk alone...