Veröld Fjördísar

mánudagur, febrúar 14, 2005

Það er allt að verða vitlaust í bekknum mínum þessa dagana. Við fengum lokaprófið okkar (ritgerðina) til baka á föstudaginn og fólk er ekki sátt. Þvílíkt og aðrar eins einkunnir hafa ekki sést lengi, og langflestir mjög ósáttir við einkunnina sína og vilja að hún verði endurskoðuð. Við tölum öll eitt og eitt við Niklas um ritgerðina, en það er ekki nóg - margir ætla að taka þetta skrefi lengra og láta endurmeta hana af öðrum. Ég fékk lægstu einkunn sem hægt var að gefa, E. Var ekki ein um það, og margir fengu líka D (til dæmis Ana, Fran og Paul sem er kemur alveg ótrúlega á óvart!) en þeir heppnu nældu sér í C og 3-4 í A eða B.
Það sem var að hjá mér í stærstum hluta var að Niklas fannst ég ekki hafa náð því að ritgerðin ætti að vera um "conflict management" eða "conflict prevention" og skrifaði allt of mikið um hugsanlega lausn frekar! Þetta fer reyndar dáldið eftir skilgreiningaratriðum og margir lentu í því sama, enda flestir sem finnst lausn deilu vera hluti af því að ná tökum á henni "conflict management."
En já, svona var nú þetta, bekkurinn er æfur alveg, fundir haldnir og læti sem ég skil alveg og sjálf er ég hundóánægð. Fer á minn litla fund með Niklas á morgun og fæ þá nánari útskýringu á einkunnagjöf.

Þetta er svona það sem helst er rætt um í bekknum þessa dagana. Í gær fór ég í smá mat og mynd heima hjá Felicity með Fran, Tuuli, Ana og Irene og þrátt fyrir að við lofuðum að tala ekki um skólann það kvöld þá náttúrulega var varla annað rætt og Niklasi bölvað til Kína (þar sem hann vinnur hjá ráðgjafafyrirtæki á fjármálamarkaðinum og hefur búið). Annars var gaman að hitta stelpurnar auðvitað og við skemmtum okkur yfir Team America: World Police (hún er æði) og svo Sideways (sem er mjög góð finnst mér).
Já þannig að það er ekkert sérstaklega gott hljóð í bekknum þessa dagana, þrátt fyrir það ætlum við að fara út að borða saman á fimmtudaginn og halda upp á þessi 5 afmæli sem eru í bekknum í febrúar. Ekki veitir af því að létta andrúmslofið...

Lofa að koma með einhver skemmtilegri blogg seinna...