Veröld Fjördísar

þriðjudagur, júlí 11, 2006

Í öðrum fréttum: haustið virðist ætla að koma snemma í ár!

Kommusetning dagsins kemur úr sama texta og fyrr: Sá neðri er aðeins um 5 m hár, en sá efri, sem heitir Olnbogafoss, er um 10 m hár, og einnig með þunnri bergbrík stutt fyrir framan, sem myndar þröngar dyr, næstum jafn háar fossbrúninni, en á milli hennar og fossins, er skútahvelfing að utanverðu.

Útilegumyndir eru komnar í hús og þemað í þeim virðist vera: Boccia er furðulegur leikur, Hjördís er alltaf eins og fífl á myndum, en Rúnari finnst gaman að dansa. Hafið samband ef þið hafið áhuga á að sjá þær. Mæli samt ekki með því. Því þær eru asnalegar.