Veröld Fjördísar

miðvikudagur, apríl 19, 2006

Mannvonska, hugsunarleysi, eða algert skeytingaleysi um tilfinningar viðskiptavina?

Í morgun var ég fínum gír yfir skyrdrykknum mínum, þegar ég rek augun í þessa grein í Fréttablaðinu. Mér svelgdist á drykknum mínum, fékk lýsið upp í háls, og svei mér ef ég fékk ekki bara tár í augun. Hér er smá kafli úr fréttinni sem var með yfirskriftinni "Fleiri snafsategundir fyrir sælgætisgrísi", feitletrun er mín:

Nýlega kom á markaðinn ný bragðtegund af snafsinum fræga, blár Opal, með mentolbragði. Þá er einnig komin ný tegund af Tópassnafsinum sem nú er einnig fáanlegur fjólublár með kunnuglegu pipar- og lakkrísbragð. Eins og marga sælgætisgrísi rekur líklega minni til þá hurfu bláu Opaltöflurnar af markaðnum ekki alls fyrir löngu en þeir geta ekki endurnýjað kynnin við bláa Ópalinn i fljótandi formi. Nýi Opalsnafsinn á nefnilega ekkert sammerkt með gamla góða bláa Opalnum nema merkið, sem er blátt. "Liturinn er hvítskýjaður og bragðið minnir á hálsbrjóstsykur," segir Bjarni Brandsson á markaðsdeild Ölgerðarinnar.

Ég á bara ekki til orð. Hverskonar eiginlega villimennska er þetta? Halda þeir að þetta sé allt í lagi meðal almennings í landinu, almennings sem lagst hefur í hópum í blauta gröf síðan hætt var að framleiða bláan Opal? Að notfæra sér traust fólks til að pranga upp á það falskri vöru undir röngum formerkjum er óafsakanlegt í mínum bókum. Ég er vonsvikin, svekkt, og örlítið reið. Ég vona að snillingurinn sem kom með þessa hugmynd fái steinvölu í skóinn og hælsæri!!!!

*Uppfært*