Veröld Fjördísar

laugardagur, ágúst 16, 2003

Ekkert litid hja minni ad gera tessa dagana! Eg er ordin algjorlega blogg-turfi eftir tessa... 4 daga an tolvu! Er buin ad vera fost inni a heimavistinni minni nanast allan timann vid ad undibua komu stelpnanna, og flestar teirra komu i dag. Jamm, fekk 25 stelpur a haedina mina og man held eg 1 nafn...
I gaer fengum vid reyndar kærkomna hvíld (hey, var að breyta yfir í íslenska stafi, kúl) og ég nýtti daginn til að fara í mollið í Douglasville. Þar LOKSINS fékk ég kort í GSM símann minn, og er því komin með númer! Það er ... *snýr sér við og spyr Anisu* 404-452-4719! Húrra fyrir því! Og ef einhver er búinn að gleyma, þá er síminn heima í herberginu mínu 770-838-4074 (takk Herdís fyrir að reyna!). Já allavega, þá keyrði ég í mollið, skoðaði í búðir, keypti mér 4 pör af sokkum (röndóttum, nema hvað), hengi fyrir skápinn minn, eina mynd á vegginn, flösku af Lambrusco rauðvíni á tæpa $4 (go WalMart!), dót fyrir hárið mitt (sem er bara til í þessu molli), og sitthvað fleira - svo fann ég $18 fyrir utan eina búðina og er ennþá með samviskubit yfir að hafa hirt þá... Þannig að þetta var alveg ljómandi dagur bara!
Svo í morgun byrjuðum við að tékka inn stelpur kl. 8:30 og til svona 18... hlaup upp og niður, hingað og þangað stanslaust. En líka gaman. Og núna sit ég í herberginu hennar Anisu, annar langur dagur framundan á morgun.

Hmm.. ég hef alltaf svo mikið að segja, en þegar ég kemst fyrir framan tölvu þá man ég ekkert hvað ég ætlaði að skrifa.
Er búin að redda bílamálunum mínum, sem ég átti að gera þegar ég keypti hann í febrúar *skömmustuleg.is* En ég heillaði dömurnar sem unnu á skrifstofunni svo upp úr skónum, að ég slapp vel, borgaði bara $48 fyrir nýtt bílnúmer (8872 ART) og konan kvaddi mig með þessum orðum: Oh I´m sure you´ll go very far when you graduate, you have such a wonderful personality! Sé fyrir mér fólk segja svona hluti á Íslandi...! Hehehehe gaman að því!

Jæja, ætla að fara að slúðra við Anisu um nýju stelpurnar okkar, mjuhahahah...