Veröld Fjördísar

mánudagur, febrúar 14, 2005

Í tilefni Valentínusardagsins:

- Tók ég niður jólaskrautið mitt, þessi tvö jólapóstkort sem voru á hurðinni minni, þó hjartalega væru
- Keypti ég mér fetaost með ólífum og borðaði ofaná rúnstykki
- Setti ég tómatsósuna með kvöldmatnum hjartalaga á diskinn
- Ákvað ég að vaxa á mér fótleggina í kvöld, þrátt fyrir klukkutíma langa heimildarmynd í gærkveldi sem fjallaði um hárvöxt kvenna og hvers vegna þær leggja á sig ómælt erfiði til að losna við hann. Enda keypti ég vaxið fyrr um daginn.
- Sagði ég krökkunum frá bónda og konudögum á Íslandi
- Ætla ég ekki að tjá mig um Niklas hérna í dag (ok kannski á eftir bara...