Veröld Fjördísar

miðvikudagur, apríl 27, 2005

Ég get svo svarið það... ég er ENN að finna rauðvínsslettur um allt eldhúsið mitt. Á föstudaginn bauð ég Irine og litlu strákunum í heimsókn, og auk þess kom Tuuli og tók með sér tvo vini. Vinkona Tuuli var að opna rauðvínsflösku inni i eldhúsinu mínu, og því miður á ég ekki tappatogara þannig að hún var að ýta tappanum niður með hnífi. Síðan heyrði ég bara hróp og grey stelpan kom út, öll böðuð í rauðvíni; andlit, bolur, hár... og svo var það um allt eldhús! Á öllum diskum og glösum, loftinu, ísskápnum, gólfinu... úff. En það var ekkert alvarlegt - þó ég sé enn að uppgötva bletti.

Þetta er um það bil það mest spennandi þessa vikuna.
Hjalti farinn og ég að basla með lokaritgerðina. LEIKURINN á morgun á hug mitt og hjarta þessa dagana.