Veröld Fjördísar

fimmtudagur, febrúar 17, 2005

Já nei það gekk ekkert allt of vel að tala við Niklas. Ég fór reyndar full sjálfstrausts að tala við hann, eftir að hafa nokkrum mínútum áður fengið "Excellent" fyrir Negotiation verkefnið mitt - það svona sannaði fyrir sjálfri mér að ég væri ekki alveg tóm í hausnum. Hann byrjaði á því að hrósa mér fyrir fína ensku og gott málfar og að hann hafði haldið að ritgerðin hafi verið skrifuð af öðrum hvorum ameríkananum í bekknum. Þannig að það var jákvætt. Ritgerðin fannst honum í sjálfu sér alveg ágæt, hins vegar taldi hann að ég hafi ekki fylgt fyrirmælum prófsins og skrifað of mikið um hugsanlega lausn deildunnar. Ég reyndi að rökræða við hann mína hugsun á bakvið sem er um hversu erfitt er að aðskilja hugtökin, en það fannst honum of framsækin hugmynd... Þannig að já, þetta var semsagt fín ritgerð fannst honum, en bara ekki um rétt efni. Því er ekkert hægt að malda í móinn meira!

Tuuli bauð okkur nokkrum heim í afmælishitting heima hjá henni í fyrradag. Fyrr en varði var bara að koma miðnætti og ég búin að missa af tengistrætó niðrí bæ! Endaði á því að sofa á gólfinu heima hjá henni... Svona er að vera alveg háður strætó, ekki alltaf nógu gaman.

Til dæmis á eftir er bekkjarkvöldverður og svo partý á eftir (í einu af Nationinu). Elise (USA) ætlar að gista hjá mér þar sem hún býr í Stokkhólmi, en hins vegar verðum við örugglega að taka strætó heim áður en ballið er búið - glatað!
Það sem er ennþá meira glatað er að ég þarf að fara á fund hjá Alumni samtökunum á eftir, og fer svo beint þangað í kvöldmatinn - þarf því að vera ýkt fín á þessum fundi og já bara fara eftir klukkutíma! Ég sem er að deyja úr þreytu :(

Keypti mér svona anti-friss hármjólk áðan. Hef alltaf notað frá Redken sem kostar glæpsamlega mikið, fann svo svona svipaða vöru á 350 kall áðan! Vona að hún virki allavega eitthvað, alltaf að spara!

Vaxið situr enn uppí í hillu og ögrar mér daglega...

Ekki gleyma að hlusta á XFM á laugardaginn þegar nýr þáttur, Fótbolti.net, fer í loftið á hádegi í umsjón Elvars og Gunnars Jarls! Lítil fluga hvíslaði að mér að Elvar greyjið myndi nú örugglega ekki fá mikið að tala... thihihi.

Jæja bara beint í sturtu og svo fund og svo mat og svo ball!