Veröld Fjördísar

fimmtudagur, maí 10, 2007

Veit ekkert hverju ég á að pakka fyrir ferðina norður í fyrramálið. Vísindaferð, hawaii partý, grillveisla, jarðböð, kosningaskrifstofudjamm, þrif.... Ja svei, þetta er flóknara heldur en Mexíkó þegar maður henti bara niður pilsi og hlýrabolum.

Talandi um ferðir, þá er ég auðvitað farin að skipulegggja næstu. Ég er búin að fá frí í vinnunni til að fara á Hróarskeldu og vona að ég fari, en það fer soldið eftir ferðafélaga mínum. Síðan er önnur ferð aðeins seinna í sumar sem togar líka í mig - að skreppa til Egyptalands og Jórdaníu í tveggja vikna ferð með Herdísi og kindavinkonum hennar. Bara bæði betra? Þetta kemur bara í ljós :) Alltaf opin fyrir ferðahugmyndum og félögum! Jafnvel bara útilegum eða tónleikum á Dillon. Geri ekki miklar kröfur sjáðu til...

Ég held ég sé loksins búin að ákveða hvað ég ætli að kjósa. Held það allavega. Kemur í ljós inni í kjörklefa býst ég við, allavega gerðist það síðast að ég skipti um skoðun og sé ekki eftir henni. Annars eru þrír eftir í ameríska ædolinu og ég er mjög sátt við þessa þrjá. Hef eiginlega meiri áhyggur af þeim heldur en þessum kosningum. Nei ég segji nú bara svona, þetta verður helv. spennandi. Fundur kl. 9 á mánudagsmorgunninn í vinnunni þar sem við förum yfir málin og undirbúum skýrslu til að senda út þannig að það er eins gott að fylgjast með!

Blargh farin að pakka, hrikalega verður gaman um helgina og fá brósa heim!!!