Veröld Fjördísar

fimmtudagur, febrúar 22, 2007

Kæru vinir,

Þakka ykkur innilega fyrir allar afmæliskveðjurnar, pakkana, sms-in, símhringingarnar, mæspeis comment og skilaboð, msn kveðjur og hlýjar hugsanir.

Þetta var allt þess virði þegar ég stóð á bókasafninu í dag og spurði hvað það kostaði að endurnýja skírteinið mitt:
"1200 krónur", svarar strákurinn, "eða, hvað ertu gömul...?"
Ég svaraði því (mundi að segja 28) og hann glottir bara. Ég ætla nefnilega að gera ráð fyrir því að það sé eitthvurt unglingaskírteini til og ég sé svona assgoti ungleg enn!

Meira um þennan svakalega fína dag sem ég átti í dag á morgun.

Hápunktur dagsins (eða einn af þeim):
Þegar Gummi vinum minn í Danmörku sendi mér sms í morgun og sagði að hann hefði verið að mæta skriðdreka úti á götu...