Veröld Fjördísar

fimmtudagur, desember 18, 2003

Best ad skrifa nokkur orð fyrst maður er kominn heim og svona!
Fluginu mínu var seinað um 5 klst. en ég komst þó til Íslands á gódum tíma. Svaf mest allan mánudaginn, fékk uppáhaldsmatinn minn (fiskibollur úr dós med karrísósu, namm...) og svo bara aftur ad sofa. Gerði mest lítið í gær held ég, kíkti aðeins út með Geira um kvöldið. Í dag fór ég í klippingu, litun og plokkun, og hitti svo Guggu sysir og fór að þvælast með henni. Endaði heima hjá henni að hjálpa henni að setja greni og seríu á svalahandriðið og fékk næstum kal í puttana á meðan!

Það er ekkert gaman a' blogga þegar maður er á Íslandi, ekkert spennandi gerist og maður getur ekki slúðrað um fólk af ótti við að það rambi inn á síðuna manns! Plús að það er allt fullt af einhverjum skýtnum stöfum á lyklabordinu sem maður neyðist til ad nota núna - algjör óþarfi segji ég!

Hjalti bróðir er að fara med Árna og Pétri (vini mínum!) til London á eftir. Teir munu fara á ekki einn heldur TVO Metallica tónleika tar um helgina. Hvurskonar brjálsemi hefur eiginlega yfirtekið þá? Frekar ad sjá eitthvað almennilegt eins og tja... Placebo! Þegar þeir voru að spila í Atlanta um daginn tímdi ég ekki að kaupa miða yfir netið, svo við ákvaðum að reyna bara að fá þá fyrir utan (þeir voru $25 hver). Við mættum dáldið seint, og þegar Rithice spurði hvað það væri mikið inn sagði dyravörðurinn: "5 dollars for the both of you" Svo ég borgadi ekki nema $2.50 fyrir Placebo tónleika! Ekki svo slæmt... náði öllum smellunum og að sjá Brian minn Molko og taka 2 myndir! Hann er algjör draumur...

Fyrst fórum við út að borða á uppáhalds veitingastaðinn minn núna í Atlanta - Heaping Bowl and Brew. Ofsalega er það góður staður! Hef talað um hann áður hér en bara verð að minnast aftur á hann! Og PBR, yumm....

Hef semsagt ekkert að segja... ciao!