Veröld Fjördísar

mánudagur, apríl 09, 2007

Ha jújú, ég er alveg komin heim frá Mexíkó sko!

Hef bara verið upptekin við að leika við Anisu núna síðan ég kom :) Hún kom til landsins degi á undan mér og því vorum við tilbúnar beint í allan túristapakkann um leið og ég lenti nánast. Höfum farið á Þingvelli, Akranes, Gullfoss og Geysi, metal tónleika á Grand Rokki og verið bitnar þar af lesbíu með dreadlokka.

Annars mun ferðasagan frá Mehíkó koma þegar Anisa er farin aftur heim örugglega bara, svona um næstu helgi sirka. Ég er mjög upptekin þessa dagana við að festast ekki á facebook. Undarlegt hvernig svona síður ná manni algjörlega.

Back to trashy martinis... METAL!!! YEAH!!!