Veröld Fjördísar

mánudagur, febrúar 12, 2007

Ef þessi frétt hefði verið um Bandaríkjamenn þá myndi maður heyra endalaust fuss og svei um hvað Ameríkanar eru heimskir og vitlausir. Það er alveg með ólíkindum hvað fólk hefur mikla fordóma gegn þeim - fer mjög í taugarnar á mér sem hef búið þar og ég get rétt ímyndað mér hvað ferðamenn þurfa að þola þegar fólk útí heimi fer að röfla við það um pólítík og hluti sem það hefur oft litla þekkingu á.

Og einhvern veginn er það bara viðurkennt að það er allt í lagi að finnast kanar vera heimskasta, feitasta, ljótasta, og minnst upplýsta þjóð í heimi. Gerir okkur einhvern veginn betri. Upphefjum sjálf okkur með að troða aðra í svaðið.