Veröld Fjördísar

miðvikudagur, ágúst 02, 2006

Er ekki verið að grínast með þetta hvað er mikið að gera í vinnunni þessa dagana OG að maður geti eiginlega ekki farið á netið þar?!?

Náði samt að taka mér 2 daga í frí í sl. og vera með Taryn minni hérna þegar hún kom í heimsókn. Herdís bloggaði um Ælu tónleikana og fleira því tengdu. Síðan var ættarmót. Síðan var helgin búin.

Eins gott að maður ætli nú bara að taka því rólega yfir helgina næstu, smá pása. Annars voru Þingvellir ótrúlega fallegir í sumarveðrinu nú í kvöld. Missti samt af heimildarmynd um Múmínálfana sem ég hafði beðið eftir til að skreppa þangað. Það gleymdi nefnilega einhver að ýta á "rec" á vídeóinu fyrir mig, eftir að hafa narrað mig í Þingvallaferð gegn loforði um að taka upp myndina fyrir mig. Það loforð var svikið. Júdas! Ekki í fyrsta sinn sem svik af þessu tagi eiga sér stað, manstu eftir brúðkaupið hennar Rögnu ha?

Ég er farin að sofa. Rugl er í manni.